„Ég er sannfærður um að möguleikarnir vaxa stöðugt fyrir Norðurlöndin  að leika leiðandi alþjóðlegt hlutverk á mörgum sviðum með því að auka  samvinnu sína," segir Kjell Nilsson. „Byggðastefna, þéttbýlis- og  dreifbýlisþróun, og grænn hagvöxtur, allt eru þetta dæmi um slík málefni  sem Nordregio leggur áherslu á."
Kjell Nilsson tekur við sem  framkvæmdastjóri 1. febrúar 2013. Hann er landslagsarkitekt að mennt,  útskrifaðist 1989 með doktorsgráðu frá Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar, en  vann síðast hjá Skóga og landslagsstofnun Kaupmannahafnarháskóla. Þar  var hann aðstoðaforstjóri og sviðstjóri Garða og borgarlandslags.
Nánari upplýsingar veitir:
 
Download photo of Kjell Nilsson
Article in English